Gravity Yoga Fitness

Kallaðu fram þína innri ofurhetju

Gravity Yoga Fitness er blanda af Aerial Yoga, Barre og TRX styrktaræfingum og er sérsniðið til að auka styrk, liðleika og losa um verki í baki, mjöðmum og hnjám.

Gravity Yoga Fitness er ekki fyrir ófrískar konur

  • Þú þarft ekki að kunna neitt í jóga til að ná árangri.

  • Æfingarnar eru einfaldar og hver og einn ræður sínu erfiðleikastigi og hraða

  • Þú finnur hvergi betri kviðæfingar

  • Þú færð upphandleggsvöðva

  • Þú losnar við bakverki og vöðvabólgu

  • Venjulegar jógaæfingar á dýnu verða auðveldari því þú lærir að nota rétta vöðva og byggja upp vöðvaminni. Rólan neyðir þig til að gera æfinguna rétt

  • Þú byggir upp þol og styrk án þess að níðast á liðamótum

  • Þú svífur á skýi eftir tímann en í lok tímans eru gerðar æfingar sem eru byggðar upp til að draga úr streitu

 

Hvað er Gravity Yoga Fitness

 
 
 

Námskeiðin

71335921_2519433501446057_83371252664049

Gravity Yoga Fitness námskeið

Mánudaga og miðvikudaga kl.18:40 í Reebok Faxafeni. 

 

Næsta námskeið hefst í haust

58933357_1732689676874730_78398708535703

Kennaranám

Hraðferð hefst þriðjudaginn 18.ágúst 2020

Á lengri tíma hefst þriðjudaginn 25. águst 2020

CF79A483-F7D5-405F-860F-F31AF4FB7B4A.jpe

Einkaþjálfun

 

Tek að mér einstaklinga í hópþjálfun (2-4 saman)

 

Ég mæli með námskeiðinu hjá Guðrúnu Reynis. Æfingarnar eru skemmtilegar og fjölbreyttar og auka bæði styrk og liðleika. Guðrún er frábær leiðbeinandi sem hefur þægilega nærveru og útskýrir æfingarnar vel.

Guðrún Ingólfsdóttir

Frábært námskeið. Krefjandi og skemmtilegt. Maður nær ótrúlegum árangri á mjög skömmum tíma. Bakið á mér er allt annað.

Dagbjört Rúnarsdóttir

Var að klára námskeið hjá Guðrúnu og mæli klárlega með því. Skemmtilegar, fjölbreyttar og krefjandi æfingar. Er orðin miklu sterkari. Bakverkir nánast farnir. Vöðvabólga minnkað. Frábært í alla staði.

Jóhanna Steinsdóttir

Frábært námskeið hjá Guðrúnu. Ég var komin með leiða og langaði að prufa eitthvað alveg nýtt og að geta farið í handstöðu sem ég hef ekki getað áður. Krefjandi en skemmtilegir tímar og dásamlegt að hanga á hvolfi. 

Sigríður Björnsdóttir

Hafðu samband

  • Facebook
  • Instagram