Kennaranám

Gravity Yoga Fitness kennaranám 25.ágúst – 22.september 2020 og líka 18.-22.ágúst 2020.

Gravity Yoga Fitness er blanda af jóga í rólu, barre og TRX styrktaræfingum og er kerfið sérsniðið til að auka styrk, liðleika og losa um verki í baki, mjöðmum og hnjám.

Námið er 45 klukkustundir og samanstendur af tímum á staðnum, heimanámi og lokaprófi (skriflegu og verklegu). 

 

Í náminu verður farið í: 

 • Jógastöður

 • Barreæfingar

 • TRX æfingar

 • pilatesæfingar

 • Líkamsbeitingu

 • Uppsetningu hóptíma

 • Samskipti í tíma

 • Kennslutækni

 • Æfingakennslu

 • Notkun fylgihluta í tímum (boltar, teygjur, rúllur)

 • Anatómíu

 • Teygjur

 • Öndun og slökun

 

Námið hefst 25.ágúst og lýkur 22.september. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 18.30 – 20 og á laugardögum kl. 10-14 í Reebok Faxafeni.

 

Einnig verður hraðferðarnám í ágúst sem hefst á þriðjudegi og lýkur á laugardegi (kennt allan daginn 18.-22.ágúst). 

 

Verð kr. 159.900. Greiða þarf staðfestingargjald kr. 35.000 við skráningu og er gjaldið óafturkræft. Greiða þarf námið að fullu áður en það hefst. Skráning með því að senda skilaboð í gegnum Facebook síðuna www.facebook.com/gravityyogafitness